Almennt - föstudagur 14.september 2018 - Ingimar Eydal - Lestrar 189
Fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem eru að sækja sér menntun sem bráðatæknar (Paramedic) sem er 1-3 ára framhaldsnám fyrir sjúkraflutningamenn. Undanfarin 15 ár hafa flestir bráðatæknar farið til náms hjá Center for Emergency Medicine í Pittsburgh í USA, flestir á vegum SHS en einnig nokkrir á eigin vegum. Undanfarin tvö ár hefur orðið mikil fjölgun í hópi nema sem sótt sér menntun í bráðatækni hjá National Mecical Education Training Center nærri Boston USA, kosturinn þar er að bóklega hluta námsins er hægt að taka í fjarnámi. Einnig eru íslenskir sjúkraflutningamenn í BS námi í sjúkraflutningum í Englandi og frést hefur að áhuga á að nema fræðin víðar.
Ljóst er að þessir nemar munu verða til að lyfta þjónustu í sjúkraflutningum á enn hærra plan og frábær viðbót við þá góðu þjónustu sem sjúkraflutningamenn og konur hafa veitt fram að þessu. SHS hefur rutt brautina með frábæru samstarfi við CEM í Pittsburgh og verið fyrirmynd að því hvernig þessi þjónusta getur best orðið. Í vor komu tveir nýjir bráðatæknir til SHS eftir ársdvöl í Pittsburgh og nú eru fjórir nemar frá SHS farnir til náms til hjá CEM í Pittsburgh.
Við rákumst á þessa skemmtilegu grein þar sem rætt er við Maríu Sigurrósu Ingadóttur sjúkraflutningamann og hjúkrunarfræðing frá Húsavík en hún er í bráðatækninámi í Boston. María útskrifasti með grunnmenntun frá Sjúkraflutningaskólanum 2015 og EMT-A framhaldsnámi núna í vor. Auk Maríu eru fjórir Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar búnir að vera í námi við NMETC í Boston í sumar og haust. Og nýjustu fréttir eru að í gær (13. sept 2018) hófu þrír nemendur af höfuðborgarsvæðinu einnig nám við NMETC í Boston.