Fara í efni

Önnur menntun

Sjúkraflutningaskólinn býður upp á fjölda námskeiða fyrir starfsfólk í bráðaþjónustu. Vettvangshjálp (First Responder) er 40 tíma námskeið fyrir viðbragðsaðila s.s. slökkviliðsmenn, lögreglu og aðra skipulagða viðbragðshópa. Skólinn býður upp á sérhæfð endurlífgunarnámskeið í samvinnu við Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) og Endurlífgunarráð Íslands. Sérhæfð endurlífgun 1 (ILS) og Sérhæfð endurlífgun barna 1 (EPILS) eru 8 tíma námskeið ætluð viðbragðsaðilum sem eiga að vera viðbúnir endurlífgun, s.s. almennir sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfræðingar. Sérhæfð endurlífgun (ALS) og Sérhæfð endurlífgun barna (EPALS) eru 20 tíma námskeið ætluð læknum og sérhæfðum sjúkraflutningamönnum og hjúkrunarfræðingum. Einnig er boðið upp á önnur sérhæfð námskeið sérsniðin að einstökum hópum.