Fara í efni
Til baka
25
jan
Framhaldsnámskeið EMT-A Lota IV (Vettvangur og sérstök vandamál)
Tímabil: 25/01/2021 - 29/01/2021
Skráningu líkur: 05/12/2020
Lengd: 80 kennslustundir
Staðsetning: Korpuskóli, Grafarvogi, Reykjavík
Hámarksfjöldi: 12 manns
Kennari:
Anton Berg Carrasco
Umsjónarmaður: Anton Berg Carrasco

Lota 4, námskeið nr. 10

Markmið: Auk þess sem getur hér að neðan í "Viðfangsefni" er markmiðið að draga saman það sem hefur verið farið í í fyrri lotum þannig að nemandi nýti námsefni í fyrri lotum til stuðnings vettvangsvinnu og þeim sérstöku aðstæðum sem mæta sjúkraflutningamönnum.
 
Viðfangsefni: Upplýsingaöflun skýrslugerð og rýni, Hópslys, SÁBF og aðrir viðbragðsaðilar í bráðaþjónutu, Áfallahjálp og félagastuðningur, Fagmennska, teymisvinna og samskipti, Sértækir vinnuferlar, Fíkniefni, Glæpavettvangr og ransóknarhagsmunir, Langveikir sjúklingar, Andlát og sjálfsvíg, Geðsjúkdómar, Félagsleg vandamál, Öldrun og öldrunartengd vandamál.  Samandregið það sem áður er lært í Lotum 1-3.
 
Inntökuskilyrði: Að umsækjandi hafi lokið Grunnnámi sjúkraflutninga EMT-B eða Kjarnanáms EMT. Ennfremur að hafa lokið fyrri lotum í EMT-námi ásamt starfsþjálfun.
 
Námsmat: Lotu IV lýkur með prófi, skriflegu og verklegu. Krafist er 75% heildarárangurs í skriflegu prófi en staðið/fallið í verklegu. Farið er fram á skyldumætingu í fyrirlestra og verklegar æfingar (verklegar lotur).
 
Námsefni:
 
Kennslubók:
Advanced EMT: A Clinical Reasoning Approach, 2nd Edition
Melissa Alexander, Lake Superior State University, School of Criminal Justice, Fire Science, and EMS
Richard Belle, Acadian Ambulance/National EMS Academy Lafayette, Louisiana
©2017 | Pearson