Fara í efni
Til baka
20
feb
Tímabil: 20/02/2025 - 21/02/2025
Skráningu líkur: 10/02/2025
Lengd: 4 kennslustundir
Staðsetning: Sandgerði, slökkvistöð
Hámarksfjöldi: 12 manns
Kennari:
Anton Berg Carrasco
Verð: 24.000 kr.
Umsjónarmaður: Anton Berg Carrasco

Lokafærnimat fyrir AEMT nema sem hafa lokið öllum lotum framhaldsnámsins og skilað öllum starfsþjálfunarskýrslum.  Nemum verður raðað niður á tíma þegar skráningu er lokið.

Markmið: Færnimatinu er ætlað að prófa nemendur í meginmarkmiðum EMT-A námsins. Það fer fram að loknum öllum lotum í náminu. Standist nemandi færnimatið og hafi hann skilað öllum starfþjálfunarskýrslum EMT-A námsins og fengið þær viðurkenndar, telst hann hafa lokið framhaldsnámi í Sjúkraflutningum EMT-Advanced og hefur rétt til að kalla sig Neyðarflutningamann og leiða vinnu sjúkraflutningamanna í F1 og F2 tilfellum.
 
Viðfangsefni: Verklegt og munnlegt próf úr helstu þáttum EMT-A námsins.
 
Inntökuskilyrði: Hafa lokið öllum lotum í EMT-A námi og staðist próf í þeim. Starfsþjálfun sé lokið.
 
Námsmat: Einkunn er gefin sem staðið eða fallið. Nemandi hefur rétt á einni endurtekningu í verklegri stöð á prófadegi og annarri endurtekningu á næsta skipulögðum prófadegi.