Sjúkraflutningaskólinn

Sjúkraflutningaskólinn

Fréttir

Nýr skólastjóri


Ingimar Eydal, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, hefur verið ráðinn skólastjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en staðan var auglýst laus til umsóknar í september sl. Ingimar lauk námi í sjúkraflutningum árið 1990, háskólaprófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og slökkviliðsnámi árið 1995. Auk þess sem hann hefur sótt fjölda námskeiða tengdum björgunar- og sjúkraflutningamálum. Hann starfaði hjá Slökkviliði Akureyrar 1993-2011, sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, varðstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri frá 2003 – 2011. Hann hefur frá 2011 starfað við flugvallaþjónustu hjá ISAVIA Akureyraraflugvelli. Ingimar er vel að sér í málefnum sjúkraflutninga og komið víða við á þeim vettvangi, hvort sem er við störf, þjálfun, ráðgjöf eða annað. Ingimar mun hefja störf 1. desember n.k. en fráfarandi skólastjóri, Brynhildur Elvarsdóttir verður í hlutastarfi þar til Ingimar tekur við.

Evrópski endurlífgunardagurinn

Þann 16. október verður haldið upp á Evrópska endurlífgunardaginn (European Restart a Heart Day) í annað sinn víða um Evrópu. Dagsetningin er helguð endurlífgun, í kjölfar yfirlýsingar sem samþykkt var af Evrópuþinginu sumarið 2012 um að hefja átak í að efla vitund, skilning og fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsmanna um mikilvægi endurlífgunarkunnáttu. Lesa meira

Námskeiđ

Ánægjulegt er að segja frá því að mikil eftirspurn hefur verið af námskeiðum hjá skólanum nú á haustdögum. Í gær hófst námskeið í vettvangshjálp þar sem alls 38 nemendur taka þátt í streymisfyrirlestrum auk verklegum æfingum sem verða í Reykjvaík, Grímsey og í Hrisey.

EPILS námskeiđ

Haldið var EPILS námskeið (sérhæfð endurlífgun barna I) þann 27. september sl. á Ísafirði. Alls voru 16 þátttakendur á námskeiðinu sem gekk mjög vel. Meðal þeirra sem tóku þátt voru sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar. Leiðbeinendur voru Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, Sveinbjörn Dúason og Kristján Sigfússon.

Skráđu ţig inn

Notandanafn:
Lykilorđ:
Fjarfundir

Á döfinni

Mynd augnabliksins

forsida-20-47c288fc977ees.jpg.png

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf