Sj˙kraflutningaskˇlinn

Sjúkraflutningaskólinn

FrÚttir

FrŠ­slufundur fellur ni­ur Ý dag

Fræðslufundurinn sem vera átti í dag fellur niður vegna veikinda fyrirlesara


FimmtudagsfrŠ­slu 6.nˇv 2014 um ebˇlu

Hér má sjá upptöku frá fimmtudagsfræðslu 6.nóv 2014 um ebólu – verkferla

FimmtudagsfrŠ­sla 6.nˇvember kl 08:15 - 09:00. Efni: Ebˇlu verkferlar

Sú nýjung verður í boði á vegum Sjúkraflutningaskólans að vera með fimmtudagsfræðslu fyrsta og þriðja hvern fimmtudag í hverjum mánuði frá kl 08:15 – 09:00 þar sem flutt verða áhugaverð erindi er tengist bráðaþjónustu. Markmið fræðslunnar er, að hún gagnist sjúkraflutningamönnum í starfi og geti aukið þekkingu og fagleg vinnubrögð. Allir eru velkomnir í sal þegar fjarfundur er. Fundarstaður er breytilegur og mun verða auglýstur sérstaklega. Þeir sem óska eftir að tengjast fjarfundi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skólastjóra fyrir miðvikudaga og gefa upp IP- númer á fjarfundarbúnaði. Þeir sem ekki hafa möguleika á að tengst fjarfundi geta séð upptökur af fyrirlestrum á vef skólans, www.ems.is eftir að fyrirlestri er lokið. Endilega ef þið hafið hugmyndir að áhugaverðu efni að koma þeim á framfæri til skólastjóra því þetta á að vera samvinnuverkefni, þannig að allir fái sem mest út úr þessu. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn þann 6. nóvember nk. kl 8:15 – 09:00 þá mun Bergur Stefánsson yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa vera með fyrirlestur í fjarfundi frá aðstöðu SHS í Hafnarfirði. Umfjöllunarefnið er afar áhugavert þar sem fallað verður um ebólu verkferla sem ætlaðir eru sjúkraflutningamönnum.

Nřr skˇlastjˇri


Ingimar Eydal, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, hefur verið ráðinn skólastjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en staðan var auglýst laus til umsóknar í september sl. Ingimar lauk námi í sjúkraflutningum árið 1990, háskólaprófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og slökkviliðsnámi árið 1995. Auk þess sem hann hefur sótt fjölda námskeiða tengdum björgunar- og sjúkraflutningamálum. Hann starfaði hjá Slökkviliði Akureyrar 1993-2011, sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, varðstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri frá 2003 – 2011. Hann hefur frá 2011 starfað við flugvallaþjónustu hjá ISAVIA Akureyraraflugvelli. Ingimar er vel að sér í málefnum sjúkraflutninga og komið víða við á þeim vettvangi, hvort sem er við störf, þjálfun, ráðgjöf eða annað. Ingimar mun hefja störf 1. desember n.k. en fráfarandi skólastjóri, Brynhildur Elvarsdóttir verður í hlutastarfi þar til Ingimar tekur við.

Skrß­u ■ig inn

Notandanafn:
Lykilor­:
Fjarfundir

Á döfinni

Mynd augnabliksins

forsida-5-431700da704f7s.jpg.png

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf