Fara í efni

Vettvangshjálp EMR 40 tímar

Vettvangshjálp, First Responder (42 klukkustundir)

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem eru líklegir til að verða fyrstir á vettvang slysa s.s. lögreglu-, slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn.

Markmið

Að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn og vinna með sjúkraflutningamönnum á vettvangi.

Innihald

Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli og staðfært að íslenskum aðstæðum. Inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Í kennslunni er m.a. fjallað um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.

Námsmat

Námskeiðinu lýkur með prófi, bæði bóklegu og verklegu. Krafist er 75% árangurs úr námsefninu auk skylduáhorfs á fyrirlestra og mætingar í verklegar æfingar.

Tímalengd

Námskeiðið samanstendur af 22 kennslustunda áhorfi á bóklegt efni í tölvu (netaðgangur) og síðan 3 daga verklegri lotu sem endar með bóklegu og verklegu prófi. Fyrirkomulag verklegrar kennslu getur verið sérsniðið s.s. kennsla virka daga frá 08:00 – 17:00 / kvöldkennsla / helgarkennsla, svo og bókleg kennsla í streymi og verklegar lotur.

Tíma- og staðsetning – Námskeiðin verða auglýst síðar á vef Sjúkraflutningaskólans www.ems.is. . Námskeiðið haldið að beiðni þeirra sem áhuga hafa ef tilskyldum lágmarksfjölda er náð.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennsluefni.

American Academy of Orthopaedic Surgeons (AAOS), (2018). Emergency medical responder, 6. útgáfa.J ones & Bartlett Learning.

Skráningafrestur

Skráning þarf að liggja fyrir á vef skólans eigi síðar en 4 vikum fyrir auglýstan námskeiðstíma.

Námskeiðskostnaður

  • Verð kr. 140.000, innifalið er aðgangur að kennslugögnum í gegnum Moodle, verkleg lota og viðurkenningarskjal.
  • Skráningargjald kr. 40.000 þarf að vera greitt eigi síðar en 3 vikum fyrir auglýstan námskeiðstíma. Skráningargjald dregst af heildarverði.
  • Athugið að ekki er hægt að fella niður greiðsluseðil eftir að nám er hafið. Ef tilkynnt er um forföll innan tveggja vikna áður en að námið hefst fæst skráningargjald ekki endurgreitt.