Fara í efni

Endurmenntun

Megin markmiðið er að nemendur viðhaldi starfsréttindum sínum sem sjúkraflutningamenn og vettvangsliðar og auki við þekkingu og þjálfun í ljósi breytinga hverju sinni.
Námskeiðin eru haldin að ósk rekstraraðila. Þau verða nánar auglýst á vef skólans, www.ems.is

1. Fyrir sjúkra- og neyðarflutningamenn EMT- og EMT-A (EMT-B og EMT-I)

Ætlast er til að sjúkraflutningamenn sem hafa lokið almennu grunnnámskeiði í sjúkraflutningum sæki endurmenntun sem samsvarar 24 klukkustundum á tveggja ára fresti. Sjúkraflutningaskólinn er með ákveðnar áherslur í endurmenntun sem breytast milli ára en einnig er hægt að fá sérsniðin námskeið eftir ósk eða þörf hvers og eins. Einnig er hægt að meta aðra endurmenntun sem sjúkraflutningamenn sækja og skólinn viðurkennir.

2. Fyrir Vettvangsliða, First Responder (EMR)

Vettvangsliðar sem hafa lokið námskeiði í vettvangshjálp (First Responder) þurfa að sækja endurmenntun sem samsvarar 8 klukkustundum á tveggja ára fresti. Sjúkraflutningaskólinn er með ákveðnar áherslur í endurmenntun sem breytast milli ára en einnig er hægt að fá sérsniðin námskeið eftir ósk eða þörf hvers og eins.

Megin markmiðið er að nemendur viðhaldi starfsréttindum sínum sem sjúkraflutningamenn og vettvangsliðar og auki við þekkingu og þjálfun í ljósi breytinga hverju sinni.

Námskeiðin eru haldin að ósk rekstraraðila. Þau verða nánar auglýst á vef skólans, www.ems.is

Inntökuskilyrði

Umsækjendur verða að hafa sótt almennt sjúkraflutninganámskeið og fengið starfsleyfi (löggildingu) sem sjúkraflutningamenn.

Tíma- og staðsetning námskeiða

Gengið er út frá því að lágmarksfjöldi þátttakenda á öll endurmenntunarnámskeið verði átta nema annað sé tekið fram. Staðsetning og tímasetning námskeiða verður í samráði við rekstraraðila og auglýst með góðum fyrirvara á vef skólans www.ems.is

Námskeiðskostnaður

Mismundandi eftir gerð námskeiða, sjá námskeiðslýsingu hér að neðan einnig auglýst á vef skólans.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að námskeiðskaupi útvegi kennsluhúsnæði og kennslubúnað í samráði við skólann.

 

 

Búnaðarnámskeið. (þetta námskeið eru einnig í boði sérsniðið fyrir Vettvangsliða)

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er fyrir löggilta sjúkraflutningamenn en einnig opið öðru heilbrigðisstarfsfólki sem getur starfs síns vegna þurft að koma að flutningi slasaðra svo sem lækna, hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræði- og læknanema.

Markmið

Megin markmiðið er að nemandinn viðhaldi og auki þekkingu og þjálfun sína á þeim búnaði sem hann getur þurft að nota í störfum sínum.

Viðfangsefni

Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum og verklegum æfingum tengdum bráðabúnaði sjúkrabíla, svo sem notkun CPAP, LTS túbu, uppsetningu beinmergnálar, notkun monitora (sírita) og úrlestur hjartalínurita, notkun öndunarvéla, togspelku, bakbrettis, hálskraga o.fl.

 

Athugið að í samráði við skólastjóra er hægt er að óska eftir mismunandi samsetningu á því hvaða búnaður er tekin fyrir á námskeiðinu í takt við þarfir rekstraraðila.

Námsmat:

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Námsefni:

Útbýti frá skólanum

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni rekstraraðila

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Námskeiðskostnaður

8 klst. námskeið kr. 22.000

 

Bráðasjúkdómar fullorðinna (þetta námskeið eru einnig í boði sérsniðið fyrir Vettvangsliða)

Inntökuskilyrði

Umsækjendur verða að hafa sótt almennt sjúkraflutninganámskeið og fengið starfsleyfi (löggildingu) sem sjúkraflutningamenn.

Markmið

Megin markmiðið er að nemandinn viðhaldi starfsréttindum sínum sem sjúkraflutningamaður og auki við þekkingu og þjálfun í ljósi breytinga hverju sinni.

Viðfangsefni

Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum og verklegum æfingum tengdum bráðasjúkdómum fullorðinna. Meðal annars er fjallað um meðhöndlun sjúklinga með sykursýki, bráða öndunarfæra- og taugakerfissjúkdóma s.s. krampa og heilablóðfall o.fl.

Námsmat:

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Námsefni:

Útbýti frá skólanum

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni rekstraraðila.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Námskeiðskostnaður

8 klst. námskeið kr. 22.000

 

Vettvangsmeðferð og flutningur slasaðra. (þetta námskeið eru einnig í boði sérsniðið fyrir Vettvangsliða)

Inntökuskilyrði

Umsækjendur verða að hafa sótt almennt sjúkraflutninganámskeið og fengið starfsleyfi (löggildingu) sem sjúkraflutningamenn.

Markmið

Tilgangurinn er að þjálfa sjúkraflutningamenn í vettvangsmeðferð og mati áverkasjúklinga, s.s. áverkamati og fyrstu merkjum losts. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera sjúkraflutningamanninn færari um að greina alvarleika áverka, fyrstu meðferð á slysstað, áframhaldandi mati og undirbúa sjúkling fyrir flutning.

Viðfangsefni

Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.

Námsmat:

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Námsefni:

Útbýti frá skólanum

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni rekstraraðila hægt er að óska eftir 8 eða 16 klst. námskeiði.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Námskeiðskostnaður

8 klst. námskeið kr. 22.000

  1. klst námskeið 39.000

Greiningarsveitarnámskeið

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er ætlað fyrir heilbrigðisstarfsfólks sem getur þurft að starfa í greiningarsveit samkvæmt viðbragðsáætlun stofnunnar.

Markmið

Markmiðið með námskeiðinu er að gera heilbrigðisstarfsfólk hæfari til að sinna hlutverki sínu innan greiningasveitar. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir bráðaflokkunarkerfi, hlutverk greiningasveitar, notkun tetrastöðva auk ýmissa verkþátta er tengjast hópslysi. Í lok dags verður sett upp „mini“ æfing.

Viðfangsefni

Námskeiðið er sniðið að þörfum heilbrigðisstarfsmanna sem geta þurft að starfa í greiningarsveit þegar um hópslys er að ræða. Námskeiðið samanstendur af stærstum hluta af verklegum æfingum auk nokkurra fyrirlestra. Lesefni er dreift fyrir námskeiðið til að stytta fyrirlestrahluta þess.

Námsmat:

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Námsefni:

Útbýti frá skólanum

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni rekstraraðila.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Námskeiðskostnaður

8 klst. námskeið kr. 22.000