Vettvangsmeðferð og flutningur slasaðra
Markmið námskeiðsins er að þjálfa viðbragðsaðila;vettvangsliða/sjúkraflutningamenn/lækna og hjúkrunarfræðinga í vinnu á vettvangi, mati og meðferð áverkasjúklinga og efla samvinnu þeirra á milli.
unnið verður með raunhæfum tilfellaæfingum, með vettvangsmat, skoðun sjúklinga, fyrstu meðferð, umbúnað og flutning, áframhaldandi mat og samskipti. Áhersla verður lögð á samvinnu heilbrigðisstétta við meðferð og flutning.
Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Mest er áhersla á
verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.
Námsmat í formi símats verður á námskeiðinu.
Endurmenntunarnámskeið.
Markmið:
Markmið námskeiðsins er að nemandinn viðhaldi þekkingu sinni og færni.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.