Fara í efni
Til baka
9
feb
Framhaldsnámskeið (EMT-A) Lota II (LOL og Trauma).
Tímabil: 09/02/2025 - 12/02/2025
Skráningu líkur: 04/12/2024
Lengd: 105 kennslustundir
Staðsetning: Sandgerði, slökkvistöð
Hámarksfjöldi: 12 manns
Kennari:
Guðjón Petersen
Umsjónarmaður: Guðjón Petersen
Sími: 6614501
Netfang: gudjonpet@gmail.com
  Markmið:

Markmið áverkahluta (Trauma)

Að gera nemendur færa um að meta ástand mikið slasaðra sjúklinga, taka ákvarðanir um, og beita allri nauðsynlegri og viðeigandi bráðameðferð og viðeigandi flutning. Farið verður í blæðingar, vökvagjafirvegna áverka, áverkar á brjóstkassaeins og loftbrjóst, blóðbrjóst, rof á ósæð, lungnamar, gollurhús blæðingar, rifbrot, flekabrjóst o.fl. Kviðarhols- og æxlunarfæra áverkar eins og áverkar á innri líffærum, bæði hol og þétt líffæri, innvortis kviðarholsblæðingar o.fl. Stoðkerfis áverkar eins og mjaðmagrindarbrot, hrygg- og mænuáverkar, aflimanir o.fl. Vefjaskaði vegna áverkaeins og kramnings áverkar o.fl. Höfuð, andlits og hálsáverkar. Taugakerfisáverkar eins og innankúpu áverkar o.fl.

Sérstakar áverka aðstæður eins og óléttar konur með áverka, drukknun og áverkar o.fl.

Markmið líffæra og lífeðlisfræði kafla

Gefa nemendum innsýn í lífeðlisfræði og auka skilning þeirra á flóknum mannslíkamanum. Meðal efnis er: Samsetning líkamans og fruman, vefir og vefjategundir, líffærakerfin eins og húðin, beinagrindin, taugakerfið, hringrásar og öndunarfæra kerfið. Vökvar og raflausnir o.fl.

   
  Viðfangsefni:

Innihald

Í þessari lotu er lögð áhersla á áverka (trauma) og líffæra og lífeðlisfræði.

Námskeiðið inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Bókleg kennsla fer fram á netinu (Moodle) og síðan er 4 daga verkleg lota sem endar með bóklegu og verklegu prófi. Samhliða lotunni eru 24 tíma starfsþjálfun á bíl með bráðatækni og 24 tímar á bráðamóttöku.

   
  Inntökuskilyrði:

 

Að umsækjandi hafi lokið Grunnnámi sjúkraflutninga EMT-B eða Kjarnanáms EMT. Ennfremur að hafa lokið Lotu 1 í EMT-A námi ásamt starfsþjálfun.
   
  Námsmat: Lotu II lýkur með prófi, skriflegu og verklegu. Krafist er 75% heildarárangurs í skriflegu prófi en símat á frammistöðu í lotum. Einkunn í verklegu er staðið/fallið.  Farið er fram á skylduáhorf á  fyrirlestra og skyldumætingu í verklegar lotur.
   
  Námsefni:

Kennslubók:

Advanced EMT: A Clinical Reasoning Approach, 2nd Edition
Melissa Alexander, Lake Superior State University, School of Criminal Justice, Fire Science, and EMS
Richard Belle, Acadian Ambulance/National EMS Academy Lafayette, Louisiana
©2017 | Pearson

 

Verð:                                                      Verð hverrar lotu í framhaldsnámi er kr. 160.000,- 
                                                                  Staðfestingargjald er kr. 40.000 og er óendurkræft.