Framhaldsnámskeið í sjúkraflutningum Lota 3 fyrir Slökkvilið Ísafjarðar.
Dagana fyrir verða ERC námskeiðin ILS þann 27 september og EPILS 28 september.
STAÐSETNING
Bóklegt í streymi á netinu, opnar 1. janúar 2021. Verklegar lotur verða í Reykjavík, Sandgerði og Akureyri. Til að hefja nám í þessum áfanga þurfa nemendur að vera búnir að ljúka bæði ILS (sérhæfð endurlífgun 1) og EPILS (sérhæfð endurlífgun barna 1). Boðið verður upp á bæði þessi námskeið í tengslum við lotuna. Fyrstu tveir dagar í verklegu er yfirferð á bóklegum hluta námskeiðsins fyrir nemendur SHS og aðrir nemendur velkomið að sitja þann hluta. Í verklegu verða tveir dagar í bráðasjúkdómum, einn dagur í bráðatilvikum barna, og tveir dagar í hjartavandamálum og svo einn prófadagur.
Nemendur fá aðgang að moodle kerfi Verkmenntaskóla Akureyrar þar sem fyrirlestrar opna 1. sept sem nemendur verða að vera búnir að tileinka sér áður en þeir mæta í verklega lotu.
Lotunni fylgir svo 24 tíma starfsþjálfun á sjúkrabíl með bráðatækni, 16 tímar á Hjartagátt/BMT (8 tímar á hverjum stað, með fyrirvara), 8 tímar á bráðadeild barna og 8 tímar á öldrunardeild.
MARKMIÐ
Að gera nemendur færa um að meta ástand mikið veikra og slasaðra sjúklinga, taka ákvörðun um og beita allri nauðsynlegri og viðeigandi bráðameðferð. Að gera nemendur færa um að leiða teymi sjúkraflutningamanna í bráðatilfellum og geta beitt þeim inngripum sem ætlast er til að námi loknu.
VIÐFANGSEFNI
Sjúkdómar og sjúkdómafræði.
Hluti 5 í kennslubók. Nemendur lesa kafla 20-32 í bók og mega reikna með prófspurningum upp úr því efni. Samtals er reiknað með u.þ.b 27 klst í bóklegt og verklegt (þessi tími er fyrir utan starfsnám eftir lotu III)
Meðal efnis: Öndunarfæravandamál (upprifjun úr lotu I) taugakerfisvandamál, Innkirtlavandamál, kviðarholssjúkdómar, ofnæmissjúkdómar, þvagfærasjúkdómar og þvagfæratengd vandamál, sýkingar og sýkingalost, sjúkdómar í augum,hálsi, nefi og eyrum, geðrænir sjúkdómar, eitranir.
Ath, farið verður yfir bráð hjartavandamál í kaflanum „Bráð hjartavandamál“ í umsjón Kristjáns Sigfússonar) sjá neðar.
Sjúkdómsvandamál tengt börnum.
Section 7 í bók. Nemendur eiga að lesa kafla 44 í bók og mega reikna með prófspurningum upp úr því efni. Samtals er reiknað með u.þ.b 16 klst í bóklegt og verklegt ( þessi tími er fyrir utan starfsnám eftir lotu III) Reiknað er með að nemendur taki EPILS endurlífgunarnámskeið ERC (8 klst námskeið). Þar sem munur er á stöðluðum leiðbeiningum í endurlífgun annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar í Evrópu er ekki víst að efni í kennslubókinni sem tengist endurlífgun barna samræmist kennsluefni námskeiðsins.
Þess í stað mun verða notast við kennsluefni frá Evrópska Endurlífgunarráðinu.
Bráð hjartavandamál
Hluti 21 í kennslubók og einnig verður hluti af hluti 17 notaður. Þar sem munur er á stöðluðum leiðbeiningum í endurlífgun annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar í Evrópu er ekki víst að efni í kennslubókinni sem tengist endurlífgun samræmist kennsluefni námskeiðsins. Þess í stað mun verða notast við kennsluefni frá Evrópska Endurlífgunarráðinu.
Verð: Verð hverrar lotu í framhaldsnámi er kr. 160.000,- |