Fara í efni
Til baka
12
feb
Grunnnámskeið í sjúkraflutningum (EMT) streymisnámskeið Fáskrúðsfjörður EMT
Tímabil: 12/02/2022 - 10/04/2022
Skráningu líkur: 16/11/2021
Lengd: 261 kennslustundir
Staðsetning: Reyðarfjörður, slökkvistöð
Hámarksfjöldi: 12 manns
Kennari:
Ingólfur Birgir Bragason
Verð: 350.000 kr.
Umsjónarmaður: Ingólfur Birgir Bragason

Grunnnámskeið í sjúkraflutningum, hópur EMT 57 með verklegum lotum á Reyðarfirði.
Streymisnámskeið með verklegum lotum á Reyðarfirði.  Bóklegur hluti námskeiðs verður í gegnum Moodle kennslukerfis Sjúkraflutningaskólans á netinu. https://moodle.ems.is

Verklegar lotur verða því sem hér segir:
Upphafslota 12.-13. febrúar, kynning og fyrstu skref
Verkleg lota 1. 25.-27. feb
Verkleg lota 2. 11.-13. mars
Verkleg lota 3. 25.-27.mars
Verkleg lota 4 (sem jafnframt er prófahelgi) 8.-10. apríl.

Skyldumæting er í allar verklegar lotur!

Gert er ráð fyrir að starfsþjálfun fari fram í mars-maí.

Staðsetning:

Streymisnámskeið með verklegum lotum á Fáskrúðsfirði.   Bóklegur hluti námskeiðs verður í gegnum Moodle kennslukerfis Sjúkraflutningaskólans á netinu. https://moodle.ems.is.

 
Markmið: Að nemendur verði færir um að tryggja öryggi á vettvangi og meta ástand sjúklings. Þeir þurfa einnig að geta meðhöndlað og flutt sjúkling(a) á viðeigandi hátt.

Námskeiðið er í grunninn byggt á viðurkenndum bandarískum EMT staðli (Emergency Medical Technician) og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu en er þó staðfært miðað við íslenskar aðstæður. Það er upphafið á heildarnámi sjúkraflutningamanna sem áætlað er að taki 3-4 ár.

 
Viðfangsefni: Í fyrirlestrunum er m.a. fjallað um starf sjúkraflutningamanna, öryggi, sóttvarnir og heilsuvernd. líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, almenna flutningstækni, skráningu og skýrslugerð, fæðingarhjálp, meðhöndlun sára og áverka svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fá einnig viðeigandi verklega þjálfun í ofangreindum kennsluþáttum. Nemendur þurfa að ljúka 48 klukkustunda starfsþjálfun hjá viðurkenndum rekstraraðila í sjúkraflutningum sem uppfylla kröfur um starfsþjálfun, auk 8 klukkustunda starfsþjálfunar á sjúkrahúsi og 4 tíma starfskynningu hjá Neyðarlínu.
 
Inntökuskilyrði:

Umsækjandi skal hafa lokið 100 Framhaldsskólaeiningum (60 gamlar einingar)  námi í framhaldsskóla eða sambærilegu námi og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp, að lágmarki 8 kennslustundir. Senda skal gögnin sem PDF viðhengi á netfangið ie1214@sak.is.

Umsækjandi þarf að vera 18 ára á því ári sem nám er hafið. Rétt er að geta þess að flestir rekstraraðilar gera kröfu um að sjúkraflutningamenn séu 20 ára.

Ef fleiri sækja um en sæti leyfa er raðað eftir menntun og reynslu umsækjenda.
 
Námsmat:

 

Grunnnámskeiðinu lýkur með prófi, bæði bóklegu og verklegu. Krafist er 75% árangurs í skriflegu prófi og nemendur skulu standast verkleg próf. Farið er fram á skyldumætingu í fyrirlestra og verklegar æfingar. Nemendur þurfa einnig að ljúka starfsþjálfun á sjúkrabílum, bráðamótttöku, Hjartagátt og hjá 112 og skila fullnægjandi starfsþjálfunarskýrslum. Að því loknu geta nemendur sótt um löggildingu til að hefja störf sem sjúkraflutningamenn með grunnmenntun.

Athugið að til þess að starfa sem sjúkraflutningamaður þar viðkomandi að hafa fengið löggildingu sem sjúkraflutningamaður.

 
Námsefni:


Kennslubók: Emergency Care, 13/E

Limmer, O'Keefe, Grant, Murray, Bergeron & Dickinson

ISBN-10: 0134024559 • ISBN-13: 9780134024554

©2016

Athugið að kennslubókin eru ekki innifalin á námskeiðsverði en hægt að panta bæði á erlendum bókasölum en einnig hjá Bóksölu studenta. Panta þarf bókina með fyrirvara.

ISBN númerið er einskonar kennitala bókarinnar til að tryggja að um sé að ræða rétta bók. Kennslubókin hefur tvö ISBN númer, bæði í flokki 10 og 13 en þetta er sama bókin.

 
Skráningartími:

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 15. ágúst. Væntanlegir nemendur verða að skrá sig á vef skólans og senda gögn til staðfestingar inntökuskilyrðunum. Gögnin eru staðfest afrit frá skóla þar sem fram koma einingar og prófskírteini ef námi er lokið (lágmark 100 Framhaldsskólaeiningum (60 gamlar einingar) ) og þátttöku á skyndihjálparnámskeiði eða sambærilegu. Athugið að miðað er við gild réttindi í skyndihjálp.

Gögnin skulu hafa borist skólastjóra fyrir lok skráningarfrests. Senda skal gögnin sem PDF viðhengi á netfangið ie1214@sak.is.

Eftir að gögn hafa borist skólastjóra fer inntökunefnd í gegnum umsóknir. Þegar niðurstöður hennar liggja fyrir fá nemendur sem komast í námið upplýsingar um greiðslu staðfestingargjalds kr. 60.000. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt en dregst frá heildarverði námskeiðs sem er 390.000,-