Fara í efni

Framhaldsnám, AEMT á haustönn, opið fyrir skráningar.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í framhaldsnám sjúkraflutninga á haustönn, bæði fyrir nýnema og eins þá sem eru að fara í næstu lotur, athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í allar lotur.  Skráningarfrestur er til og með 15. ágúst nk.

Framhaldsnám AEMT (Lota 1) verður í boði á Akureyri í okt og Sandgerði okt-nóv ef næg þátttaka fæst. Væntanlegir nemendur þurfa  að skrá sig á vef skólans. Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa lokið grunnnámskeiði í sjúkraflutningum, (EMT) og hafa starfað að lágmarki eitt ár við sjúkraflutinga eða sambærilegt. Umskækjandi verður að standast skriflegt  próf úr grunnnámi sjúkraflutninga í upphafi námskeiðs.

Lota 2 verður í Sandgerði í nóv og fyrir SHS  (Rvk) í sep-okt á haustönn.

Lota 3 verður í haldin í Sandgerði í okt-nóv og á Akureyri í sept-okt. ILS og EPILS verða haldin bæði í Sandgerði (ILS  - EPILS) og Akureyri (ILS - EPILS)  í tengslum við Lotu 3 og þurfa nemendur einnig að skrá þig á þær.

Lota 4 verður haldin í Sandgerði í byrjun desember.

Skráning fer fram á heimasíðunni,  notendur skrá sig inn og þurfa svo að skrá sig á viðkomandi námskeið. Mikilvægt er að vanda skráninguna og gott að fara yfir upplýsingar um sig og leiðrétta ef þarf.

https://www.ems.is/is/namskeid