Fara í efni

Gleðilega jólahátíð

Sjúkraflutningaskólinn óskar öllum nemendum, leiðbeinendum og öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.
Eins og alla aðra daga munu sjúkraflutningamenn standa vaktina um hátíðir. Vonum að vaktin þeirra verði róleg og að landsmenn allir eigi friðsæla daga.

Árið hefur verið annasamt, samtals eru skráð 63 námskeið á árinu með um 600 skráða nemendur.  Þetta hefur verið álag fyrir alla leiðbeinendur og umsjónarmenn en þeir hafa unnið þrekvirki að láta þetta ganga upp!  Fyrir það skal þakka!

Kveðja
Skólastjóri