Fara í efni

Námskeið í bólusetningum

Að beiðni Heilbrigðisráðuneytissins höfum við verið beðin að koma þessari auglýsingu á framfæri.

Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) mun í samvinnu við Bráðaskólann og heilbrigðisráðuneytið bjóða upp á námskeið um bólusetningar og viðbrögð við aukaverkunum.

Í boði verða tvær tímasetningar:
Fimmtudagur 3. mars kl. 18:00 og þriðjudagur 8. mars kl. 19:00
Kennslan fer fram í sal Lyfjafræðisafnsins, Safnatröð 3, Seltjarnarnesi.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráið ykkkur með því að senda tölvupóst til lfi@lfi.is
Skráning þarf að berast í síðasta lagi kl. 13 á námskeiðsdegi.