Fara í efni

Opið fyrir skráningu í grunnnám á haustönn.

Opnað hefur verið fyrir skráningu  í grunnnám sjúkraflutinga (EMT) á haustönn. Boðið verður upp á nám á fjórum stöðum, Akureyri, Fáskrúðsfirði, Sandgerði og Selfossi. Námið er blandað nám, bóklegt gegnum Moodle og síðan fimm, þriggja daga lotur.

Hægt er að skrá sig í fleiri en einn hóp en þá þarf að taka fram hvaða hópur er í forgangi.

Hér eru auglýsingar og skráningar.  Til að skrá sig þarf að skrá sig sem nýjan notanda og sækja síðan um viðeigandi námskeið. Fylgist með að þið fáið staðfestingu á skráningu í tölvupósti.

Opið er fyrir skráningu til og með 15. ágúst. Ekki er hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.