Fara í efni

Sérhæfð endurlífgunarnámskeið í haust (ILS-EPILS-ALS)

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Sjúkraflutningaskólans og Sveinbjörn Dúason bráðatæknir hafa, fyrir  hönd Háskólans á Akureyri,  fengið styrk frá Evrópusambandinu til að gera evrópska háskólanámskrá fyrir bráðatækna til BS prófs  (European Curriculum for Paramedic BS) EPaCur.

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir sem nú er kennslu og þjálfunarstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur allt frá því hún var skólastjóri Sjúkraflutningaskólans unnið að því að efla nám í sjúkraflutningum og talað fyrir því að koma á bráðatæknanámi, en slíkt nám hefur ekki verið í boði hér á landi. Í vor sótti hún fyrir hönd Háskólans á Akureyri í samvinnu við Sveinbjörn Dúason bráðatækni um  styrk til Evrópusambandsins (ERASMUS+). Tilgangur styrkumsóknarinnar er að standa að gerð evrópskrar háskólanámskrár fyrir bráðatækna til BS prófs (European Curriculum for Paramedic BS) EPaCur.

Umsóknin var samþykkt með einkunnina 88,5 og hlýtur verkefnið allt að 230.300 evra styrk (ca 33 milljónir). Samstarfslönd verkefnisins eru Arcada háskóli í Finnlandi, en Finnar hafa yfir tuttugu ára reynslu af bráðatæknanámi á háskólastigi,  OsloMet háskólinn í Noregi er hóf slíkt nám fyrir nokkrum árum síðan og Kaupmannahafnarháskóla (RegionH) en Danir eru ekki með nám bráðatækna á háskólastigi.