Fara í efni

Sjúkraflutningar í óbyggðum, námskeið á vegum Björgunarskóla SL

Um 45 klst. sérhæft námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk er að ræða. Námskeiðið er ætlað öllum sjúkraflutningamönnum; grunnmenntuðum (EMT-B), neyðarflutningamönnum (EMT-A), bráðatæknum (EMT-P), hjúkrunarfræðingum og læknum. Farið er yfir það hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur notað kunnáttu sína í óbyggðum, hvað hentar og hvað ekki. Nemendur læra hvaða sjúkrabúnaður er viðeigandi í óbyggðum ásamt því að leika af fingrum fram með að nota hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað. Nemendur sem lokið hafa námskeiðinu eiga að vera tilbúnir til að starfa fjarri hefðbundinni heilbrigðisþjónustu og sinna veikum og/eða slösuðum einstaklingum í langan tíma þegar aðstoð er ekki í boði eða mjög seinkuð. Einnig að skipuleggja sjúkrabúnað fyrir björgunarleiðangra eða aðra leiðangra í óbyggðum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis.
Nánari upplýsingar og skráning er hér: Björgunarskólinn | Staðnám (landsbjorg.is)