Fara í efni

Útskrift Sjúkraflutningaskólans 2022.

Hluti útskriftarnema, þeir sem mættu til útskriftar ásamt skólastjóra og umsjónarmönnum námsins.
Hluti útskriftarnema, þeir sem mættu til útskriftar ásamt skólastjóra og umsjónarmönnum námsins.

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 3.  júní sl. sú fyrsta í þrjú ár vegna Covid.  Útskrifaðir voru 534 nemendur fyrir árin 2020-21 og 22.

Þar af eru 224 að útskrifast með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, EMT,  eftir 250 klst nám.

85 útskrifast með framhaldsmenntun í sjúkraflutningum, AEMT, eftir 413 klst nám.

225 vettvangsliðar EMR, hafa lokið námi á þessum þremur árum, EMR námið er 40 klst nám.

Sjá nánar á FB síðu skólans: https://www.facebook.com/www.ems.is/

Þrátt fyrir Covid hefur starfsemin haldist nokkuð þétt. 2020 skar sig þó úr með aðeins 27 námskeið með 238 nemendum. 2021 voru námskeiðin 54 með 560 nemendum og það sem af er þessu ári hafa veirð haldin 32 námskeið með 282 nemendum. Auk þeirra námskeiða sem að áður greinir sinnir skólinn endurmenntunarnámskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk auk þess sem við bjóðum upp á endurlífgunarnámskeið frá Evrópska Endurlífgunarráðinu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sinnum Heilbrigðisstofnunum víða um land með ný- og símenntun sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna.

 Námskeið Sjúkraflutningaskólans eru haldin um allt land en grunn og framhaldsnámskeið voru kennd á Akureyri, Ísafirði, Reyðarfirði, Reykjavík og Sandgerði.

Ávarp skólastjóra.