Endurmenntun ALS fyrir HSA, kl. 12:-15:30.
Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS og EPALS)
Inntökuskilyrði
Námskeiðið er upprifjunarnámskeið fyrir þá sem hafa þegar tekið námskeið í sérhæfðri endurlífgun Il og vilja endurnýja skírteinið sitt.
Markmið
Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma í að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild / sjúkrahús er mögulegur.
Innihald
Um upprifjunarnámskeið er að ræða sem byggist á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar í október 2015) og kennt samkvæmt því. Megin áhersla er á verklegar æfingar og þátttöku nemandans í endurlífgunarteymi. Auk þess verður upprifjun á orsökum og forvörnum hjartastopps, bráðum hjartasjúkdómum, takttruflunum, rafmeðferð, vinnuferlum við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður.
Framkvæmd:
Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna I (ILS) og II (ALS) er í tveimur
hlutum, fræðilegum og klínískum. Fyrri hlutinn „sá fræðilegi“ er í formi vefnáms (texti,
myndbönd, æfingar) sem tekinn er á námskeiðsvef ERC (CoSy) og lýkur með forprófi.
Vefnámið er skilyrði þess að mætt sé á seinni hlutann, „þann verklega“ en hann felur í sér
tveggja klukkustunda verklegar æfingar
Námsmat
Símat er stöðugt á námskeiðinu og ljúka þarf krossaprófi og verklegu prófi í lok námskeiðs.
Tímalengd
Námskeiðið er 2 klst..
Tíma- og staðsetning
Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnana og endurlífgunarráðs Íslands.
Þátttakendafjöldi
Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.
Kennsluefni
- Rafrænt gagnvirkt námsefni á vegum ERC. Aðgengilegt nemanda við staðfestingu skráningar.
Námskeiðskostnaður
Verð - Kr. 35.000. Innifalið er rafrænt viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.
Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.
Rétt er að minna á að skírteini í sérhæfðri endurlífgun I (ILS) gilda til þriggja ára og skírteini í sérhæfðri endurlífgun II (ALS) til fimm ára.