Fara í efni

Skráning hafinn í grunnnám á vorönn 2022.

Búið er að opna fyrir umsóknir um grunnnám í sjúkraflutningum á vorönn 2022. 

Námið fer fram með rafrænni miðlun náms á netinu auk þess sem nemendur mæta í fimm staðarlotur.  Staðarlotur verða á Akureyri, Sandgerði (tveir hópar), Reykjavík og  Reyðarfirði ef næg þátttaka fæst á hverjum stað.Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2021 og frestur til að skila fylgigögnum er til  og með 15. nóvember 2021. Staðfestingargjald, kr. 50 þúsund, þarf síðan að greiða fyrir 10. janúar 2021 fyrir þá sem samþykktir verða í námið.

Hér má sjá skipulagið á verklegum lotum og hér að neðan eru hlekkir á viðkomandi hópa.

Námskeið með verklegum lotum á Akureyri hefst 5. febrúar
Námskeið með verklegum lotum á Reyðarfirði hefst 5. febrúar
Námskeið með verklegum lotum í Sandgerði, hópur 1 hefst 5. febrúar
Námskeið með verklegum lotum í Sandgerði, hópur 2 hefst 29. janúar
Námskeið með verklegum lotum í Reykjavík hefst 12. febrúar

Vera 18 ára á því ári sem nám er hafið.
Hafa lokið amk. 60 einingum ( eða 100 F-einingum) úr viðurkenndum framhaldsskóla.
Hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp eða sambærilegt (EMR, WFR, Fyrsta hjálp björgunarsveita, próf í hjúkrunarfræði, sjúkraliði eða læknismenntun).
Ekki er krafa um meirapróf (leigubílaréttindi) til að hefja nám í sjúkraflutningaskólanum.

Grunnnám í sjúkraflutningum er 260 tíma nám sem tekur nú um 5-7 vikur og lýkur með bóklegu og verklegu prófi.

Eftir það er hægt að sækja um löggildingu sem sjúkraflutningamaður til að mega hefja störf en til viðbótar er ætlast til að nemendur ljúki 410 klst framhaldsnámi á þremur árum eftir að grunnámi lýkur til að ljúka fullnaðarnámi.

Grunnnám fer fram með rafrænni miðlun náms á netinu auk þess sem nemendur mæta í fimm staðarlotur (skyldumæting).

Boðið er upp á staðarlotur á Akureyri, Reykjavík, Sandgerði og Reyðarfirði ef lágmarksfjöldi nemenda býður upp á það. Námið er samtals 260 tímar, þar af eru 104 bóklegir tímar og 96 verklegir tímar, auk 60 tíma í starfsnámi.

Námið getur hentað fyrir þá sem eru í vinnu eða námi en hins vegar er rétt að benda á að um mikið efni er að ræða, bæði efni sem þarf að horfa á fyrir hverja lotu og eins lestur kennslubókar og tileinkun efnis. Verklegar lotur eru yfirleitt frá fös-sun, kennt frá 8-17 alla daga. Skyldumæting er í allar verklegar lotur!

Starfsnámið, 60 tímar, (starfsþjálfun) eru 48 tímar á sjúkrabíl, 8 tímar á bráðamóttöku auk 4 tíma hjá Neyðarlínu (112).

Boðið er upp á grunnnámskeiðin í febrúar ár hvert og stendur það fram í mars-apríl (eftir því hvort um staðarnám eða streymisnám er að ræða).

Opnað er fyrir umsóknir (sjá undir námskeið á valstiku) 1. október og rennur umsóknarfrestur út 15. nóvember.

Grunnnámskeiðið kostar 350 þúsund (2021) og hver lota í Framhaldsnáminu kostar 140 þúsund (fjórar lotur).

Framhaldsnámið tekur mið af því sem áður var kallað Neyðarflutninganám og miðast við svokallaðan EMT-Advanced staðal frá USA. Því er skipt í 4 hluta og hægt að taka þá á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Aðeins er mismunandi tímafjöldi á bakvið hverja lotu en hver hluti er ca. 60-120 tímar. Taka þarf inntökupróf í framhaldsnámið og því lýkur með lokafærnimati úr öllum þáttum námsins.

Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 463-0853 eða í netfangið ems@ems.is.

Hér er stutt myndband um námið

Hér er stutt myndband um hvernig skila skal umsókn.