Grunnnámskeið í sjúkraflutningum EMT verða haldið í Sandgerði, Reykjavík og Akureyri ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið fer fram með áhorfi á netinu og fimm þriggja daga verklegum lotum sem enda með bóklegu og verklegu prófi. Dagssetningar á verklegum lotum eru hér að neðan, smellið á viðkomandi lotu til að sjá dagskrá og efni sem þarf að horfa á og lesa fyrir hverja lotu. Rétt er að benda á að umsækjendur þurfa að hafa lokið 2 ára námi í framhaldsskóla (lágmark 60 ein eða 100 F-ein) auk þess að hafa gilt skírteini í skyndihjálp. Skólinn mun hafa milligöngu um námskeið í skyndihjálp fyrir þá sem það þurfa.
Verklegar lotur verða sem hér segir:
Streymisnámskeið með verklegum lotum á Akureyri. Bóklegur hluti námskeiðs verður í gegnum Moodle kennslukerfis Verkmenntaskólans Akureyri á netinu. https://moodle.vma.is Verklegar lotur verða á Sjúkrahúsinu á Akureyri og/eða á Slökkvistöð Slökkviliðs Akureyrar sem hér segir: Sett inn þegar nær dregur. Gert er ráð fyrir að starfsþjálfun fari fram í des-feb. Skyldumæting er í allar verklegar lotur! |
||||||||||||
Markmið: | ||||||||||||
|
||||||||||||
Viðfangsefni: | ||||||||||||
|
||||||||||||
Skilyrði: | ||||||||||||
|
||||||||||||
Kröfur: | ||||||||||||
Grunnnámskeiðinu lýkur með prófi, bæði bóklegu og verklegu. Krafist er 75% árangurs í skriflegu prófi og nemendur skulu standast verkleg próf. Farið er fram á skyldumætingu í fyrirlestra og verklegar æfingar. Nemendur þurfa einnig að ljúka starfsþjálfun á sjúkrabílum, bráðamótttöku, Hjartagátt og hjá 112 og skila fullnægjandi starfsþjálfunarskýrslum. Að því loknu geta nemendur sótt um löggildingu til að hefja störf sem sjúkraflutningamenn með grunnmenntun. Tilhögun starfsþjálfunar í grunnnámi. Í skipulagi Fagráðs skólans um námið er skýrt að starfsþjálfun þarf að taka á ákveðin hátt. Þjálfun á sjúkrabíl 48 tímar. Þar þarf að taka lágmark tvær 12 tíma vaktir sem þriðji maður á sjúkrabíl undir leiðsögn bráðatæknis, tvær 12 tíma vaktir má taka sem þriðji maður á almennum bíl undir leiðsögn amk. neyðarflutningamanns. Vaktirnar skal taka þar sem eru sólarhringsvaktir og lágmarksfjöldi sjúkraflutinga er yfir 1000 á ári. Lágmarksfjöldi tilfella er talað um 15 tilfelli og skulu þau spanna sem mest þau tilfelli sem sjúkraflutingamenn þurfa að kunna skil á í náminu. Ein 8 tíma vakt skal taka á Bráðamóttöku Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri. Fjóra tíma skal taka hjá Neyðarlínunni, vaktstöð 112 í Skógarhlíð Reykjavík. Undirrituðum skýrslum og staðfestingu á vöktum skal skila til skrifstofu skólans þegar allar vaktir hafa verið teknar. Einnig má skila þeim skönnuðum á PDF formi. Athugið að til þess að starfa sem sjúkraflutningamaður þar viðkomandi að hafa fengið löggildingu sem sjúkraflutningamaður. |
||||||||||||
Kennslubók: | ||||||||||||
|
||||||||||||
Umsóknarfrestur: | ||||||||||||
|